Lifir í sátt og samlyndi með náttúrunni

Karen Emelía Jónsdóttir byrjaði fyrir hartnær 10 árum í rekstri með heildsöluna Kaja organic sem síðan þá hefur þar að auki opnað kaffihús, búð og stundað framleiðslu á fjölmörgum lífrænum vörum undir merkjum Kaja. Nýjasta varan úr smiðju Kaja organic, hafragrautar í boxum, hafa fengið stórgóðar viðtökur.

„Nýjasta afurðin eru þrjár bragðtegundir af hafragrautum í boxum sem sett er heitt vatn í eða jurtamjólk. Einnig er hægt að setja jurtamjólk að kvöldi og þá er grauturinn tilbúinn að morgni. Þetta er frábær vara til að taka með sér í útileguna eða í sumarbústaðinn. Við erum í skýjunum með móttökurnar sem hafa verið afar góðar,“ segir Karen.

Nýjasta afurðin frá Kaja organic, hafragrautur í boxi með þremur bragðtegundum

Alltaf einhverjar nýjungar

Karen og samstarfsfólk hennar, sem telur 10 manns, þegar mest lætur, framleiða allar vörur fyrirtækisins bakatil í kaffihúsinu á Akranesi. Kaja er komin með fína dreifingu á vörum sínum, sem fást í öllum betri verslunum.
„Ég veikist þegar ég var ung og fór í kjölfarið að hugsa um hvað ég væri að setja ofan í mig. Þá las ég mér mikið til og fór að vinna hjá Yggdrassil þegar ég uppgötva að það að velja lífrænar vörur er eina vitið til að halda heilsu og umhverfislega séð fyrir móður jörð. Með þessu móti get ég lifað í sátt og samlyndi við náttúruna,“ útskýrir Karen og aðspurð um hvort frekari vöruþróun sé á döfinni segir hún:
„Hausinn á mér stoppar aldrei, þannig að það er alltaf að koma eitthvað nýtt. Næst á dagskrá er að koma turmeric lattedufti í sölu sem er kryddblanda út í haframjólk, vatn eða heita mjólk. Það er virkilega hollur og góður drykkur og kemur á markað með haustinu. Það er komin vottun fyrir því en ég hef alltaf átt gott samstarf við vottunarstofuna Tún, enda er ég eingöngu með lífræn hráefni.“

Byggmjólk úr byggi frá Vallanesi