Dagana 14. – 16. október verður stór og vegleg landbúnaðarsýning haldin í Laugardalshöllinni þar sem bændur í samtökunum VOR, sem stunda lífrænan búskap og framleiðslu láta sig ekki vanta. Ýmsar vörur frá framleiðendum verða til sýnis á básnum ásamt upplýsingum og fróðleik til gesta um lífrænar framleiðsluaðferðir.
Þá ber einnig að benda á áhugaverða fyrirlestraröð sem verður frá 11.00 – 15.30 á laugardeginum í tengslum við sýninguna en klukkan 11.30 – 12.00 verður Sigrún Kristmannsdóttir Landvall, lífrænn bóndi á Steinaborg og lögmaður, með fyrirlestur um lífræna ræktun með hampi.
Sýnendur frá VOR á landbúnaðarsýningunni verða eftirfarandi:
Steinaborg |
Móðir Jörð |
Bíóbú |
Villimey |
Hraundís |
Sólheimar |
Benchmark genetics |