Einu sauðfjárbændur landsins með lífræna vottun

Á Landbúnaðarsýningunni í Laugardalshöll síðastliðna helgi afhenti Steinar Svavarsson, fyrir hönd vottunarstofunnar Túns, sauðfjárbændunum Eydísi Magnúsdóttur og Rúnari Má Gunnarssyni, bændum á Sölvanesi í Skagafirði, vottunarskírteini en þar með eru þau einu bændur á landinu sem eru með lífræna vottun á lambakjöti.