Hærri kolefnisbirgðir í lífrænum kerfum

Fyrir nokkrum árum gerði Maria Müller-Lindenlauf, prófessor í landbúnaðarvistfræði við Nürtingen-Geislingen háskólann í Þýskalandi, rannsókn á möguleikum kolefnisbindingar með því að notast við lífrænar landbúnaðaraðferðir og voru niðurstöður hennar vægst sagt mjög áhugaverðar. Þar er meðal annars vitnað í rannsóknir sem sýna hærri kolefnisbirgðir í lífrænum kerfum miðað við hefðbundin ásamt því að bændur í lífrænum búskap eru minna háðir aðföngum.

Lífrænn landbúnaður byggist upp á umhverfisvænum starfsháttum þar sem utanaðkomandi aðföng eru notuð í lágmarki. Framleiðsluaðferðinni vex fiskur um hrygg á hverju ári með aukinni neytendavitund, þar sem fólk hugsar sífellt meira um heilsu og umhverfi. Í ritgerð Lindenlauf kemur fram að nýlegar rannsóknir sýna fram á verulegt framlag lífræns landbúnaðar til að draga úr loftslagsbreytingum. Markmið rannsóknar hennar var að lýsa möguleikum lífræns landbúnaðar til að binda kolefni og til að uppfylla kröfur um kolefnisbókhaldskerfi, þar með talið þætti eins og varanleika kolefna, leka og aukahluta. Ennfremur er fjallað um hæfi mælinga og sannprófunaraðferðir til landbúnaðarkerfa, þar á meðal greining á núverandi kolefnisbókhaldstækjum, hvað varðar notagildi þeirra fyrir stjórnunarhætti í lífrænum landbúnaði.

Þarf samræmt þróunarferli

Lindenlauf mælir meðal annars með að til þess að hægt sé að samþætta stjórnun í lífrænum landbúnaði með til dæmis kolefnisbókhaldskerfi og að nýta sér viðbótaráhrif þess á sjálfbærni, þurfi töluvert átak í rannsóknum innan greinarinnar. Hagsmunaaðilar í lífrænum landbúnaði, auk stofnana sem vinna að kolefnisstjórnun og magngreiningu í landbúnaðarlöndum almennt, ættu að taka þátt í samræmdu þróunarferli, að hennar mati.
Sérstaklega ætti að leggja áherslu á að vinna líkön sem sýna kostnað og hagnað við mælingar, prófanir, vottun og viðskipti. Út úr þeim væri í framhaldinu hægt að sannprófa ávinninginn af kolefnisheimildum. Sérstaka áherslu eigi að leggja á smábændur í þróunarlöndum að hennar mati.

Steven weeks dupfowqi6oi unsplash
Í niðurstöðukafla ritgerðar Lindenlauf kemur meðal annars fram að með því að sameina lífræna vottun og kolefnisvottun innan sömu vottunarstofu gæti það dregið úr vottunarkostnaði. Myndir: Unsplash

Kolefnisbinding og hvatagreiðslur

Í niðurstöðukafla ritgerðar Lindenlauf er einnig bent á áhugaverðar forsendur sem þarf að uppfylla í búrekstri á kolefnismarkaði þar sem sérstök áhersla er lögð á lífræna ræktun. Vitnar hún þar í Perez, Roncoli og Neely, sem birtu grein í tímaritinu Agricultural Systems, árið 2007 undir heitinu; „Geta kolefnisbindingarmarkaðir gagnast lágtekjuframleiðendum í hálfþurri Afríku? Möguleikar og áskoranir.“

Forsendurnar sem bent var á eru eftirfarandi og útskýrt hvernig þær geta verið uppfylltar með lífrænum landbúnaði:

  • Geta landbúnaðarhátta til að auka kolefnisgeymslu – Það eru vísindalegar sannanir fyrir því að lífrænn landbúnaður getur bundið meira kolefni en hefðbundnir landbúnaðarhættir eða hamlað losun kolefnis. Allar tiltækar rannsóknir sýndu hærri kolefnisbirgðir í lífrænum kerfum miðað við hefðbundnar.
  • Geta bænda til að laga og viðhalda þessum starfsháttum – Geta bænda til uppbyggingar þarfnast fjárfestinga sem hægt væri að auðvelda með kolefnisbókhaldsverkefnum. Vinnubrögð í lífrænum landbúnaðir eru minna háð inntaki (input-dependent) en í hefðbundnum búskap og henta því jaðarsettum (marginalized) íbúum.
  • Geta til að fylgjast með kolefnishlutabréfum – Þetta er stærsta þvingunin fyrir kolefnisviðurkenningu á landbúnaðarverkefni almennt og lífræn landbúnaðarverkefni sérstaklega. Erfitt, eða nánast ómögulegt er að mæla lífræn kolefni í jarðvegi, sem telja má aðalkolefnisbirgðir landbúnaðarkerfa. Þar að auki gera fjölbreytt uppbygging lífrænna landbúnaðarkerfa líkanagerð og mælingar flóknar. Lífræn kerfi hafa tilhneigingu til að rækta og halda fjölbreyttar og sjaldgæfar tegundir sem lítil gögn eru til um kolefnisinnihald, uppskeru og bindingarmöguleika. Magn bundins kolefnis var mismunandi víða á milli samanburðarrannsókna sem skoðaðar voru í rannsókninni.
  • Getu stofnana til að safna saman kolefniseiningum – Hingað til eru landbúnaðarhættir ekki hluti af kolefnisjöfnunaráætlun Sameinuðu þjóðanna. Bíða þarf eftir frekari þróun í kolefnisviðskiptum. Þátttaka á frjálsum kolefnismörkuðum er möguleg um leið og staðlar eru til staðar og skilgreindir. Samstarf við vottunaraðila gæti verið gagnlegt til að ná þessu markmiði.
  • Aðgangur bænda að hvatagreiðslum – Alhliða rannsókn á kostnaði og ávinningi af kolefnisláni fyrir lífræna ræktun er nauðsynleg til að athuga aðstæður sem gera kolefniseign fyrir lífræn verkefni við hæfi. Lífrænn landbúnaður er vænleg nálgun fyrir sjálfbæra kolefnisbindingu á landi. Ásamt jákvæðum áhrifum fyrir sjálfbæra þróun er lífrænn landbúnaður sérstaklega hentugur fyrir rýrð svæði og samfélög með takmarkaðan aðgang að utanaðkomandi landbúnaðarframlagi. Að skapa aðgang að kolefnismörkuðum fyrir þessi samfélög gæti verið leið til að sameina mótvægi loftslagbreytinga við fæðuöryggi og byggðaþróun með samverkandi og skilvirkari hætti. Möguleikar lífræns landbúnaðar felast í heildrænni nálgun hans sem sameinar mismunandi starfshætti sem þekkt er fyrir að auka kolefni í jarðvegi og lífmassa og möguleika hans til að styðja við aukið lífsviðurværi bænda. Að sameina lífræna vottun og kolefnisvottun innan sömu vottunarstofu gæti ennfremur dregið úr vottunarkostnaði.

Sjá ritgerð Lindenlauf hér