Stórt skref í átt að 25% vottuðu lífrænu landbúnaðarlandi

Í lok árs 2022 höfðu aðildarríki Evrópusambandsins gengið frá stefnumótunaráætlun fyrir landbúnaðarkerfi sambandsins (CAP), þar á meðal lífrænan stuðning fyrir árin 2023-2027. Í fyrsta skipti veita öll lönd innan sambandsins lífrænni ræktun stuðning og hafa sett sér markmið varðandi skipulag lífrænna svæða.

Frá árinu 1990 hafa flest aðildarríki Evrópusambandsins stutt umbreytingu og viðhald lífrænnar ræktunar með tilliti til umhverfisverndar í landbúnaði en einnig til að bæta hagþróun í dreifbýli. Þessi stuðningur hefur verið rannsakaður og metinn og er talinn hafa lagt grundvöll fyrir stefnumótun og markaðsþróun lífræna geirans. Síðustu tvö áratugi hafa lífrænt vottuð landsvæði í sambandinu aukist frá rúmlega 4 milljörðum hektara árið 2000 í tæplega 15 milljónir hektara ári 2021.

Linurit organic

Á myndinni má sjá vöxt vottaðs lífræns landbúnaðarlands í aðildarríkjum ESB og í Evrópu frá árinu 2000-2020. Heimild: Willer ofl., 2023.

Fyrir næstu fjögur ár, fram til ársins 2027 hefur nýr CAP-rammi verið settur á þar sem aðildarríkin bera ábyrgð á því að skilgreina eigin aðgerðir með áherslu á loftslag og líffræðilegan fjölbreytileika. Þar að auki inniheldur græni samningur Evrópusambandsins markmið um að 25% af ræktuðu landi í sambandinu verði lífrænt vottað árið 2030. Í fyrsta skipti munu öll aðildarríkin veita fjárhagslegan stuðning við lífræna umbreytingu og viðhald ásamt því að skuldbinding framkvæmdastjórnar ESB hefur verið viðurkennd um að ná lífrænu markmiði sínu.

/organictargets.eu