Fjölbreytt og fræðandi dagskrá á Lífræna daginn

Lífræni dagurinn verður haldinn í annað sinn laugardaginn 16. september frá klukkan 13.00-17.00 á fimm stöðum víðsvegar um landið. Opið hús verður hjá framleiðendum með fjölbreyttri dagskrá þar sem gestum gefst kostur á að fræðast um lífræna ræktun og framleiðsluvörur. Þar að auki verður boðið upp á matseðil með lífrænt vottuðum matvælum á Kaffi Flóru í Grasagarðinum í Reykjavík ásamt stuttum fyrirlestrum frá bændum í lífrænum búskap, bókarhöfundum og verkefnastjóra Lífræna dagsins. Hér að neðan má sjá dagskrá dagsins í heild sinni.


Akur Organic

Akur Organic ætlar að bjóða fólki í heimsókn í Flögu í Þistilfirði þar sem öll lífræna ræktun þeirra fer fram. Þar verður fersk uppskera til kynningar og sölu. Einnig verður fólki boðið að taka upp og kaupa brakandi ferskar lífrænar gulrætur. Verið velkomin.

Þið finnið Akur organic hér: https://maps.app.goo.gl/8KuDRWcN1C2xpVFVA


Syðra Holt

Syðra Holt í Svarfaðardal, aðeins 5 mínútur frá Dalvík verður með opinn dag á Lífræna daginn og er dagskráin eftirfarand:

Kl 13:00-17:00 verður markaður og grænmetissmökkun í skemmuni

Kl.13.30 Kynning á lífrænni ræktun á Syðra Holti, í skemmunni

Kl. 14:00-16:00 Te smökkun í gróðurhúsinu

Kl. 14:30 Fræðsla um moltugerð, fyrir utan skemmuna

Kl. 15:30 Umræða um CSA áksrift (Q&A) í skemmunni


Móðir Jörð Vallanesi

Móðir Jörð í Vallanesi, rétt fyrir utan Egilsstaði, tekur þátt í Lífræna deginum laugardaginn 16. september sem haldinn er vítt og breitt um landið og Lífrænt Ísland skipuleggur.

“Við blásum til uppskeruhátíðar í Vallanesi af þessu tilefni enda nær uppskeran nú hámarki. Okkar glæsilegi grænmetismarkaður verður settur upp við Asparhúsið og léttar veitingar munu byggjast á óvenjulegum eða nýjum hráefnum úr ræktun okkar. Við bjóðum vinnufúsar hendur velkomnar til að taka upp kartöflur og taka hluta uppskerunnar með sér heim. Ýmislegt annað skemmtilegt verður í gangi fyrir fjölskyldur til að njóta samveru í fallegu umhverfi og kynnast um leið lífrænni ræktun þennan dag”Sólbakki

Garðyrkjustöðin Sólbakki á Ósi í Hörgársveit verður með opið hús á Lífræna daginn en stöðin er í um 10 mínútna fjarlægð frá Akureyri. Gestum verður boðið að koma og kíkja á vinnsluna, gróðurhúsið, sjoppuna og akrana. Einnig gefst gestum kostur á að taka upp kartöflur en boðið verður upp á gómsæta gulrótasúpu ásamt brauði.


Erindi á Kaffi Flóru, Grasagarðinum í Reykjavík:

Kl. 13:30 Anna María Björnsdóttir, verkefnastjóri Lífræna dagsins, Lífrænt Ísland

Kl. 13:40 Stefán Jón Hafstein, höfundur bókarinnar „Heimurinn eins og hann er“ – Vandinn við matvælakerfi heimsins

Kl. 13:50 Jóhanna Vilhjálmsdóttir, höfundur bókarinnar „Áhrif eiturefna á heilsu og umhverfi“ –  Heilsan og lífrænt matarræði

Kl. 14:00 Eydís Magnúsdóttir og Rúnar Máni Gunnarsson sauðfjárbændur í lífrænum búskap, Afhverju lífrænn sauðfjárbúskapur?


Framleiðendur sem taka þátt á Kaffi Flóru eru eftirtaldir:

 • Gróðurhúsið í Bjarkarási í Reykjavík eru með lífræna vottun á grænmetisræktun. Þau verða á Kaffi Flóru í Grasagarðinum í Reykjavík á Lífræna daginn, laugardaginn 16.september kl 13-17. Þau munu kynna og sýna hvað þau eru að rækta og gefa smakk á ljúffenga grænmetinu þeirra.

Ás styrktarfélag

 • Biobú sérhæfir sig í vinnslu og framleiðslu á lífrænum mjólkurafurðum, mjólk, ostum, jógúrti og grísku jógúrti. Einnig eru þau með lífrænt vottað nautakjöt. Bio Bú vinnur afurðir sínar frá Neðra-Hálsi í Kjós, Búlandi í Austur-Landeyjum og Eyði-Sandvík.

  Biobú
 • Kjartan Ágústsson á Löngumýri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er með lífrænt vottaða jörð og sérhæfir sig í ræktun á rabarbara og framleiðslu á rabarbarasultu. Kjartan verður á Kaffi Flóru á Lífræna daginn, laugardaginn 16.september kl 13-17 að kynna lífrænt vottaða rabarbarann og rabarbarasultuna sem hann er einmitt nýkominn með vottun á. Sultan verður einnig til sölu á staðnum.

  Rabarbía

 • Villimey framleiðir húðvörur úr einungis lífrænum íslenskum/vestfirskum jurtum, til heilbrigðis og fegrunar og er með 100% lífræna vottun á vörunum. Villimey verður á Kaffi Flóru á Lífræna deginum  kynna og selja sínar lífrænt vottuðu snyrtivörur. 

  Villimey
 • Eydís Magnúsdóttir og Rúnar Máni Gunnarsson eru lífrænir sauðfjárbændur í Sölvanesi í Skagafirði. Þau munu kynna og selja lífrænt vottað lambakjöt og halda erindi um lífrænan sauðfjárbúskap. 
 • Eyði-Sandvík í Árborg er stórt lífrænt kúabýli sem selur sínar afurðir undir Biobú merkinu. Þau gengu til liðs við Biobú fyrir tveimur árum sem gerði það að verkum að þau gátu aukið vöruúrvalið. Rúnar Geir Ólafsson, Hlynur Sigurðsson og Guðbjörn Már Ólafsson sem allir starfa á býlinu verða á Kaffi Flóru á Lífræna daginn og verður hægt að spjalla við þá þar.