Umhverfismál, markaðir og nýsköpun

Lífrænt Ísland tók í fyrsta sinn þátt í sýningunni og ráðstefnuviðburðinum Nordic Organic Food Fair sem fram fór í Malmö í Svíþjóð á dögunum. Fjölmenni mætti báða dagana og var jöfn og góð umferð á bás Lífræns Íslands þar sem fjölbreytileiki íslenskra lífrænna söluvara var í brennidepli.

Sýningin skiptist í matvöru- og snyrtivöruhluta ásamt sérstakan hluta með sýnishornum fyrir grænmetisætur þar sem aðilar víðsvegar að úr heiminum sýndu vörur sínar. Einnig voru veitt nýsköpunarverðlaun á sýningunni fyrir nýjar vörur sem þóttu skara fram úr. Báða dagana var áhugaverð ráðstefnudagskrá á „lífræna“ sviðinu og einnig í snyrtivöruhluta sýningarinnar. Fjölbreytt dagskrá var þar í boði þar sem meðal annars var fjallað um kolefnisspor í lífrænni ræktun, vottanir snyrtivara, stöðuna á Norðurlöndunum, nýsköpun ásamt mörgu fleiru. Sýningin fer fram í Stokkhólmi á næsta ári, dagana 9. – 10. október.

20231115 095716
20231115 112302
Img 20231115 123644 203
20231115 115544
Img 20231115 123644 312
20231115 121852