Grænmeti
Akur organic
Akur Organic sérhæfir sig í lífrænni ræktun á gulrótum og öðru rótargrænmeti. Akur Organic er staðsett á Langanesvegi 2, 680 Þórshöfn
BIO bóndinn
BIO bóndinn í Litlu-Hildisey stundar lífræna ræktun á kartöflum og korni, s.s. byggi og höfrum
Bio Bú
Bio Bú sérhæfir sig í vinnslu og framleiðslu á lífrænum mjólkurafurðum, mjólk, ostum, jógúrti og grísku jógúrti. Einnig eru þau með lífrænt vottað nautakjöt. Bio Bú vinnur afurðir sínar frá Neðra-Hálsi í Kjós, Búlandi í Austur-Landeyjum og Eyði-Sandvík.
Brauðhúsið Grímsbæ
Brauðhúsið er handverksbakarí þar sem megináherslan er lögð á að baka næringarrík og góð matbrauð. Í brauðin er notað lífrænt ræktað hráefni og er framleiðslan viðurkennd af Vottunarstofunni Túni.
Breiðargerði garðyrkjustöð
Breiðargerði er garðyrkjustöð í Skagafirði. Elínborg Erla stundar þar lífræna útiræktun á litríku grænmeti og er einnig með heimasölu á Breiðargerði, 561 Varmahlíð.
Búland
Guðmundur Ólafsson og Guðný Halla Gunnlaugsdóttir á Búlandi í Austur-Landeyjum eru með lífrænt mjólkurbú og framleiða mjólk fyrir Bio Bú.
Garðyrkjustöðin Sólbakki
Garðyrkjustöðin Sólbakki á Ósi í Eyjafirði eru með lífræna útiræktun grænmetis. Þau eru með heimasölu á haustin.
Gróðurstöðin Hæðarenda
Svanhvít og Ingvar í Gróðurstöðinni Hæðarenda stunda útiræktun á ýmsu grænmeti, s.s gulrótum, grænkáli ofl. Gróðurstöðin Hæðarendi er á bænum Háagerði við Búrfellsveg, 805, Selfoss. Upplýsingar á iskjoliskyggnis@gmail.com
Hæfingarstöðin Bjarkarás
Gróðurhúsið í Bjarkarási stundar lífræna grænmetisræktun og starfsmenn í vinnu og virkni hjá Ási styrktarfélagi starfa þar. Gróðurhúsið er staðsett í Stjörnugróf 9, 108 Reykjavík
Heilsustofnun NLFÍ, Garðyrkjustöð, Hveragerði
Á Heilsustofnun NLFÍ er boðið upp á heilsueflingu með hvíldar- og hressingardvöl þar sem áhersla er lögð á lífræn matvæli, plöntur og plöntuafurðir.