Um okkur

Akur 1

Lífrænt Ísland er verkefni sem er liður í samstarfssamningi sem VOR – Verndun og ræktun, Bændasamtök Íslands og Matvælaráðuneytið hafa gert með sér og hefur að markmiði að auka lífræna framleiðslu á Íslandi.

VOR – Verndun og ræktun, sem er félag framleiðenda í lífrænum búskap, fer með framkvæmd verkefnisins.

Hér á síðunni birtist yfirlit yfir alla vottaða frumframleiðslu og vinnslu á íslenskum mat- og snyrtivörum sem eiga sér uppruna á Íslandi. Síðan ber jafnframt með sér handhægar upplýsingar og tengla, fróðleik og niðurstöður rannsókna á áhrifum lífræns landbúnaðar og annarri lífrænt vottaðri framleiðslu á heilsu fólks og umhverfi.

Vor logo removebg preview
Bi logo 1 removebg preview
Matvaelaraduneyti removebg preview