Vefvinnustofa í sjálfbærni og lífrænni ræktun

Vefvinnustofa á vegum Austurbrúar um sjálfbærni í matvælaframleiðslu og lífræna ræktun verður haldinn þriðjudaginn 19. maí kl. 14:00-15:00 í samstarfi við Matarauð Austurlands og Áfangastaðinn Austurland.

Fjallað verður um samspil matvælaframleiðslu og sjálfbærni. Við erum það sem við borðum og val okkar á hráefni mótar framtíðina.

Leiðbeinandi er Eygló Björk Ólafsdóttir, Móðir jörð.
Eygló Björk Ólafsdóttir er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur áralanga reynslu af matvörumarkaði hér heima og erlendis. Eygló er einn af stofnendum Slow Food hreyfingarinnar á Íslandi og er formaður VOR – Verndun og ræktun sem er félag lífrænna framleiðenda.
Verð: 7.000 kr.

Hér er hægt að skrá sig á námskeiðið.