Hlaðvarp

Kyr 1

Hlaðvarp Havarí – samtal um lífræna ræktun og framleiðslu.

Stjórnandi: Berglind Häsler.

#4 – Sólveig Eiríksdóttir (Solla)

Sólveig Eiríksdóttir, sem kölluð er Solla, hefur í áratugi talað fyrir lífrænni ræktun og lífrænum afurðum. Það sé einfaldlega betra fyrir umhverfi, menn og dýr. Solla er gestur Havarí hlaðvarpsins að þessu sinni, þáttar um lífræna ræktun og framleiðsu sem unninn er í samstarfi við VOR og Bændablaðið.

#3 – Karen Jónsdóttir

Þriðji viðmælandi Berglindar Häsler er Karen Jónsdóttir sem á og rekur Kaja Organic á Akranesi. Karen tileinkaði sér lífrænan lífstíl þegar hún veiktist fyrir allmörgum árum. Karen rekur eina kaffihús landsins sem vottað er lífrænt, þá er hún einnig heildsali, framleiðandi og frumkvöðull. Í þættinum fáum við að smakka fyrstu íslensku jurtamólkina – byggmjólk!

#2 – Kristján Oddsson

Kristján Oddsson, bóndi að Neðra Hálsi í Kjós, er viðmælandi Berglindar Häsler í öðrum þætti af Hlaðvarpi Havarí á Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins. Kristján er frumkvöðull í lífrænni ræktun á Íslandi og einn eiganda fyrirtækisins Bióbú sem sérhæfir sig í vinnslu á lífrænum mjólkurafurðum. Kristján og kona hans, Dóra Ruf, stofnuðu fyrirtækið árið 2003. Í þættinum segir Kristján lífræna ræktun geti skipað stóran sess í baráttunni við loftlagsvána. Vandinn hér á landi sé hins vegar sá að enn sé glímt við ákveðna fordóma í garð lífrænnar ræktunar og að skortur á sveigjanleika hjá eftirlitsaðilum og í regluverkinu sjálfu fæli bændur frá eða verði til þess að þeir missi móðinn. Að mati Kristjáns er mikilvægt að líta á lífræna ræktun sem þróunarverkefni, sér í lagi á meðan hún er að festa sig í sessi. Hlaðvarp Havarí – samtal um lífræna ræktun og framleiðslu er unnið í samvinnu við VOR hagsmunafélag framleiðenda sem stunda lífræna ræktun eða fullvinnslu lífrænna, íslenskra afurða.

#1 – Eygló Björk Ólafsdóttir

Berglind Häsler, eigandi Havarí í Berufirði og markaðsstjóri í Reykjavík, stýrir hlaðvarpinu Havarí – samtal um lífræna ræktun og framleiðslu í Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins. Í fyrsta þætti sínum spjallar Berglind við Eygló Björk Ólafsdóttur, bónda í Vallanesi á Fljótdalshéraði og annan eiganda framleiðslufyrirtækisins Móðir Jörð. Hún er einnig formaður VOR – verndun og ræktun, sem er hagsmunafélag framleiðenda sem stunda lífræna ræktun eða fullvinnslu lífrænna, íslenskra afurða. Hlaðvarpið Havarí er samvinnuverkefni VOR og Bændablaðsins.