Nýverið tók Evrópuþingið eindregna afstöðu um framtíð lífræns landbúnaðar í ríkjum sambandsins. Aðgerðaráætlun þingsins, sem leggur áherslu á nokkur mikilvæg atriði fyrir evrópska bændur og samvinnufélög í eigu bænda voru samþykkt þar sem meðal annars kemur fram að huga eigi að markaðsdrifinni nálgun við umskipti yfir í lífræna ræktun án þess þó að það sé einungis stutt með stuðningskerfi Evrópusambandsins heldur með heilbrigðri þróun í magni og gæðum á aðföngum sem bændur þurfa, svo sem fræjum og plöntuverndarvörum, í samræmi við lífrænu kröfurnar.
Loftslagsbreytingar, COVID-19 heimsfaraldurinn og nýlegar kreppur vegna innrásar Rússlands í Úkraínu hafa undirstrikað hversu mikilvægt það er að hafa skilvirkan lífrænan landbúnað í Evrópu og raunar um allan heim. Notkun stafrænnar nýstárlegrar tækni sem allsherjarþingið hefur óskað eftir er skýr vísbending fyrir evrópska löggjafa um að halda áfram í þessu máli og sendir mikilvæg skilaboð til lífrænna bænda í Evrópu.