Undanfarið hafa forsvarsmenn og verkefnastjórar hjá Lífrænu Íslandi unnið að nýju merki samtakanna í samstarfi við auglýsingastofuna ENNEMM. Afrakstur vinnunnar er nú afhjúpaður hér þar sem hringurinn utan um bókstafinn L táknar sjálfbærni og L-ið myndar hið lífræna tákn. Þar að auki var unnið með nýja litapallettu fyrir verkefnið þar sem jarðlitir verða í fyrirrúmi.
Á landbúnaðarsýningunni í Laugardalshöllinni dagana 14.- 16. október má sjá hið nýja útlit fyrir Lífrænt Ísland og innan tíðar mun heimasíða verkefnisins klæðast hinum nýja búningi.