Anna María til liðs við Lífrænt Ísland

Anna María Björnsdóttir lætur sig málefni lífræns landbúnaðar og framleiðslu varða. Hún er móðir þriggja barna, hefur búið í Danmörku og er kvikmyndagerðakona. Anna María vinnur nú að heimildarmynd um lífræna ræktun á Íslandi sem sýnd verður á næsta ári og þar veltir hún því fyrir sér af hverju Ísland er ekki stórtækara þegar kemur að vottaðri lífrænni framleiðslu? Anna María mun skrifa pistla um atriði sem varða neytendur, heilsu okkar og umhverfi þegar kemur að matvælaframleiðslu. Lífrænt Ísland býður Önnu Maríu velkomna til samstarfs!