Á hverju ári gefa baráttusamtökin Umhverfisvinnuhópurinn (EWG) út handbók um varnarefni í framleiðslu, þar sem lögð er áhersla á hvað neytendur þurfi að passa upp á þegar keyptir eru ávextir og grænmeti í Bandaríkjunum. Eins og undanfarin ár fer ástandið síst batnandi því of mikið af skordýraeitri finnst í miklu magni framleiðsluvara sem milljónir manna neyta daglega í landinu.
Góðu fréttirnar eru þó, að mati vinnuhópsins þær, að við val á lífrænum matvörum getur það dregið verulega úr leifum varnarefna sem fólk neytir.
Tæplega 75 prósent af ferskri matvöru sem seld er í Bandaríkjunum inniheldur leifar af hugsanlega skaðlegum varnarefnum samkvæmt handbók vinnuhópsins. Í handbókinni er meðal annars að finna nýjustu gögn um ávaxta- og grænmetisprófanir frá Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna. Þar má finna niðurstöður af hátt í 47 þúsund sýnum af 46 ávaxta- og grænmetistegundum. Í ljós koma að yfir 90 prósent sýna sem tekin voru af jarðarberjum, eplum, kirsuberjum, spínati, nektarínum ásamt vínberjum reyndust jákvæð með leifum af tveimur eða fleiri tegundum skordýraeiturs.
Eftirfarandi ávextir og grænmeti reyndust mest menguð af skordýraeitri:
- Jarðarber
- Spínat
- Grænkál
- Ferskjur
- Perur
- Nektarínur
- Epli
- Vínber
- Paprika
- Kirsuber
- Bláber
- Grænar baunir
Búskapur til framtíðar
Auk þeirrar hættu sem steðjar að heilsu manna, valda varnarefnaleifar í matvörum vaxandi jarðvegsmengun. Á heildina litið er ósjálfbær landbúnaður stærsti drifkraftur þess að líffræðilegur fjölbreytileiki tapast, stuðlar að hlýnun jarðar og ógnar lífsviðurværi dreifbýlisins sem og matvæla- og næringaröryggi. Því er bent á í handbókinni að það þurfi að breyta því hvernig við ræktum mat til að tryggja að hægt sé að næra komandi kynslóðir.
Búskapur samkvæmt meginreglum lífræns landbúnaðar getur verið leið til að rækta mat í sátt við náttúruna, viðhalda heilbrigði jarðvegs, varðveita líffræðilegan fjölbreytileika, auk þess að veita öllum hollan og næringarrík matvæli að mati samtakanna.
/organicwithoutboundaries