Í ályktun sem var samþykkt á dögunum á allsherjarþingi evrópskra lífrænna hreyfinga, var staðfest að lífræn framleiðsla eigi að vera laus við erfðabreyttar lífverur, þar með talið frá nýrri erfðafræðilegri tækni (NGT). Einnig var lögð áhersla á mikilvægi þess að viðhalda möguleikanum á kerfisbundinni nálgun nýsköpunar í landbúnaði. Ályktunin kom á undan tillögu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á nýrri erfðafræðilegri tækni sem er væntanleg í byrjun júlí.
Af þessu tilefni leggur Jan Plagge, forseti IFOAM Organics Europe, áherslu á eftirfarandi: „Til að gera matvælakerfi okkar sannarlega sjálfbær þurfum við að skipta úr skammtíma lagfæringum með sértækri tækni sem hugsanlega getur haft áhættu í för með sér. Erfðatækni með tóm sjálfbærniloforð og þröngan fókus á tiltekna genaeiginleika er varasöm þegar vistkerfi landbúnaðar eru annars vegar. Í áratugi hefur lífræna hreyfingin verið helsti drifkrafturinn fyrir náttúrulegu endurnýjunarkerfi sem stuðlar að nýsköpun í landbúnaði. Til að standa vörð um þessa heildrænu nálgun á nýsköpun í landbúnaði verður löggjöf ESB að vernda erfðabreytta lífræna framleiðslu gegn mengun með lögboðnum rekjanleika í allri framleiðslukeðjunni og með merkingum fyrir neytendur.“
Jan Plagge varaði einnig við áhrifum einkaleyfa á plöntur og dýr sem tengjast NGT: „Nýjar erfðabreyttar lífverur munu stuðla að einokun einkaleyfa á erfðaefni á höndum örfárra fyrirtækja. Rekjanleiki er nauðsynlegur til að vernda ræktendur og bændur fyrir einkaleyfum á fræjum, sem er sameiginlegt áhyggjuefni sem mörg bændasamtök í Evrópu á öllum sviðum deila. Einnig til að tryggja möguleika á kerfisbundnari og raunverulegri sjálfbærri nálgun við ræktun plantna sem tekur að fullu tillit til margbreytileika landbúnaðarvistkerfa.”
/organicseurope.bio