Dagana 15. – 16. nóvember fara fulltrúar frá Lífrænt Ísland til Malmö í Svíþjóð til að taka þátt í sýningar-, og ráðstefnuviðburðinum Nordic Organic Food Fair, sem haldinn er árlega í borginni. Sýningunni er beint að framleiðendum, söluaðilum, frumkvöðlum og fleirum innan lífrænnar ræktunar og með sjálfbærni að leiðarljósi. Á sýningunni verða um 500 fyrirtæki meðal sýnenda og yfir 1000 nýjar vörur kynntar allsstaðar að úr heiminum. Þar að auki verða ráðstefnur, uppákomur og vinnustofa fyrir frumkvöðla sem dæmi.
Nánar verður fjallað um ferð íslenska hópsins hér á síðu Lífræns Íslands.