Mary Allen, stofnandi og eigandi Natural Brand Works, hjálpar bandarískum fyrirtækjum sem sérhæfa sig í framleiðslu á náttúrulegum, lífrænum, grænkera og vistvænum vörum að fóta sig á evrópskum mörkuðum. Hún fylgist vel með á þessum vettvangi og spáir hér í stefnur og strauma fyrir komandi ár.
Óáfengir drykkir
Vörumerki innan óáfengra drykkja eru vaxandi á markaði og vinsældir þeirra aukast á hverju ári. Stöðug þróun með fleiri bragðtegundum og nýstárlegum umbúðum hefur sitt að segja til að auka vinsældirnar. Samkvæmt spám Global Market Insights, er talið að sala á óáfengum drykkjum muni vaxa um 30 milljarða dollara árið 2025.
Hráefni með áherslu á andlega heilsu og vellíðan
Innihaldsefni sem bæta vitsmuni ásamt andlegrar og líkamlegrar vellíðunar í formi fæðubótarefna. Flóra slíkra vara mun aukast, til dæmis í formi berja, spínats, jurta, dökku súkkulaði og kaffi, þar sem neytendur horfa meira í ofurfæði á kostnað sykurs og áfengis.
Fair Trade og vottuð B-fyrirtæki
Vörur frá fyrirtækjum sem uppfylla háar kröfur um félagslegan-, og umhverfislegan árangur ásamt gagnsæi og ábyrgð munu fljúga hærra en áður. Neytendur horfa sterkar til sanngjarnra viðskipta með vörum merktum Fair Trade og B-vottun.
Kollagen
Kollagen er nauðsynlegt fyrir heilsu beina, húðar, æða og allra líffæra líkamans. Lágt kollagenmagn getur leitt til liðvandamála og skorts á mýkt í húðinni. Nautgripa-, og sjávarkollagen munu halda áfram að vaxa í matar-, og drykkjarbætiefnum þar sem kollagen úr sjávarafurðum mun verða ríkjandi.
Endurnýtt hráefni
Með því að endurnýta hráefni frá sannprófuðum aðfangakeðjum hafa vörumerki jákvæð áhrif á umhverfið. Þar eru notaðar aukaafurðir eins og hafrar, soja og möndlumassi til að búa til nýjar vörur eins og annað mjöl, bökunarblöndur og sælgæti.
Prótein
Markaðurinn fyrir prótein mun stækka enn frekar í vörum sem máltíðaruppbót og fyrir vöðvavöxt og nýtist sem fæðubótarefni eða fyrir þyngdartap. Eftirspurn er mikil eftir chia, granóla, hampi, rúlluðum höfrum, hnetum, hnetusmjöri, grískri jógúrt og snakkostum.
Hagnýtur matur og drykkir
Matur og drykkur sem hefur ónæmisstyrkjandi eiginleika eða tiltekin innihaldsefni með andlegri og líkamlegri heilsubótarvirkni fara vaxandi. Markaðssetning á andoxunarefnum, ómegaríkri fæðu ásamt túrmerik er allsráðandi. Hagnýtur matur og drykkir eru auðgaðir með næringarefnum til viðbótar við grunnnæringargildi vörunnar til að veita margvíslegan heilsufarslegan ávinning. Þessi næringarefni innihalda meðal annars amínósýrur, vítamín, steinefni, prótein og fitusýrur.
Hráefni úr sjónum
Aukning verður í sölu á vörum sem innihalda þang og þara. Þari vex hratt og er mjög næringarríkur, í dag er meðal annars hægt að fá þara í núðlum, frönskum kartöflum, fisklausum sósum og fleiru. Þang hefur mörg af þeim steinefnum sem við þurfum í daglegu mataræði okkar þar á meðal joð, natríum, magnesíum, kalíum, fosfór, járn, sink, kopar og selen. Það er einnig ríkt af ýmsum vítamínum eins og B, C, D og E auk plöntubundins kalsíums. Sumt þang eins og wakame er einnig góður próteingjafi.
Mjólkurlausar vörur
Mjólkurlausar vörur, sem byggðar eru á plöntum, fá enn meiri athygli. Töluverð nýsköpun á sér stað innan þessarar greinar þar sem stöðugt er verið að þróa hráefni sem bragðast betur og bætir meltingu fólks. Helstu hráefni sem notuð eru í mjólkurlausar vörur eru hafrar, möndlur, soja, kókos, hampur, hrísgrjón og baunir svo fátt eitt sé nefnt.
Sveppir
Það er eins og gripið hafi um sig æði fyrir sveppum en nú má finna þá í kaffi, tei, sveppahamborgurum, súkkulaði og bætiefnum sem dæmi. Sumir sveppir eru ofurfæða fyrir heilann sem getur hjálpað fólki til að styðja við minni, einbeitingu, taugaheilsu, sköpunargáfu og skap.
/Myndir: UnSplash