Á síðasta ári jókst heildarsöluverðmæti lífrænna matvæla í Svíþjóð um 0,9 prósent á meðan lífrænt vottað landbúnaðarland dróst saman um 16 prósent. Þetta kemur fram í lífrænni ársskýrslu sem ýmsir hagaðilar í lífræna geiranum, svo sem bændur, hagsmunasamtökin Organic Sweden, sænsku bændasamtökin, LRF, vinna saman að og er fjármögnuð af sænska landbúnaðarráðuneytinu innan ramma aðgerðaáætlunar um lífræna framleiðslu og neyslu.
Vinnan er hluti af sænsku matvælaáætluninni og gefur greinargóða mynd af þróun lífrænnar framleiðslu og sölu vara í þessum flokki. Hlutdeild sölu á lífrænum mat-, og drykkjarvörum minnkaði í öllum verslunum nema hjá ríkisreknu áfengisversluninni, Systembolaget, þar sem hún jókst lítillega. Í byrjun árs 2023 dróst selt magn lífrænna matvæla verulega saman í dagvöruverslun en jafnaðist út þegar á leið árið. Lægra verð til bænda í lífrænni ræktun varð til þess að stór hluti lífræns vottaðs ræktunarlands í Svíþjóð tapaðist á síðasta ári, eða um 16 prósent.
Á síðasta ári voru lífræn matvæli seld fyrir rúma 34 milljarða sænskra króna í fyrra sem samsvarar rúmlega 440 milljörðum íslenskra króna. Var þetta 7,8 prósent af heildarsölu og lækkaði lítillega frá fyrra ári. Sé litið á magn þá dróst salan meira saman en vegna hærra matvælaverðs er heildarverðmætalækkun nokkurn veginn óbreytt. Mikill samdráttur var í sölu á fyrri hluta ársins en á síðasta ársfjórðungi jókst salan í nokkrum lykilflokkum. Skýrist það sennilega af herferðum dagvöruverslana og meiri áherslu á víðtæk sjálfbærnimál.
Nokkrar staðreyndir úr skýrslunni:
- Á síðasta ársfjórðungi jókst sala í magni á ávöxtum og grænmeti, eggjum og kjöti.
- Sala á lífrænum matvælum beint frá býli til neytenda jókst árið 2023 um 30 milljónir sænskra króna.
- Hjá Systembolaget jókst sala á lífrænum drykkjum um 370 milljónir sænskra króna.
- Hjá hinu opinbera jukust lífræn innkaup um 250 milljónir sænskra króna.
- Í einkareknum veitingageiranum jukust innkaup á lífrænum matvælum um 60 milljónir sænskra króna.
- Sala á lífrænum matvælum beint frá býli til neytenda jókst árið 2023 um 30 milljónir sænskra króna.
/organicsweden.se