Í nýlegri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum kemur fram að landbúnaður í heiminum hafi nú hámarkað svo uppskeru að jarðvegsheilbrigði sé nú ógnað. Óhófleg notkun næringarefna, eyðing skóga og ferskvatnsauðlinda eru taldir helstu orsakavaldarnir. Nú er ákall til heimsins að færa sig yfir í lífrænar- og endurnýjunar-aðferðir í landbúnaði til að snúa þróuninni við.
Um 15 milljónir ferkílómetra landssvæðis jarðar, sem er stærra en Suðurskautslandið, hefur rýrnað og svæðið stækkar jafnt og þétt um eina milljón ferkílómetra á ári, sem samsvarar flatarmáli Egyptalands. Það er bæði skógareyðing, þéttbýlismyndun og ósjálfbær landbúnaður sem hefur valdið jarðvegshnignun á heimsvísu á áður óþekktum mælikvarða sem ógnar vistkerfinu í jörðinni og þar með ræktunarlandi manna. Ef þróuninni er ekki snúið við munu komandi kynslóðir líða fyrir það.
Hefðbundnir búskaparhættir sökudólgurinn
Þetta eru nokkur af meginatriðum í nýju skýrslunni sem unnin hefur verið undir stjórn prófessors Johan Rockström frá Potsdam Institute for Climate Impact Research (PIK). í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar um baráttu gegn eyðimerkurmyndun (UNCCD).
„Ef við viðurkennum ekki aðalhlutverk jarðar og gerum viðeigandi ráðstafanir munu afleiðingarnar breiðast út til allra þátta lífsins og ná langt inn í framtíðina ásamt því að auka erfiðleika komandi kynslóða,“ segir Ibrahim Thiaw, framkvæmdastjóri UNCCD.
Þegar í dag hefur landhnignun áhrif á fæðuöryggi, leiðir til aukinna fólksflutninga og kyndir undir aukin átök. Stærsti sökudólgurinn, samkvæmt skýrslunni, eru hefðbundnir búskaparhættir, sem valda rúmum 20 prósentum af losun okkar á gróðurhúsalofttegundum, um 80 prósentum af eyðingu skóga á heimsvísu ásamt um 70 prósentum af neyslu heimsins á fersku vatni.
Þetta leiðir til jarðvegseyðingar og mengunar ásamt því að óhófleg notkun köfnunarefnis- og fosfóráburðar veldur óstöðugleika vistkerfanna: í skýrslunni er reiknað út að aðeins 46 prósent af öllu köfnunarefni og 66 prósent af fosfór sem notaður er sem áburður er tekinn upp í ræktunina en afgangurinn rennur út í vatnalífið og veldur súrefnisþurrð og dauðum svæðum.
Lífrænn áburður og rotmassi
Þó að landbúnaður hafi hámarkað uppskeru í áratugi hefur það orðið á kostnað frjósemi jarðvegs sem sjást skýr merki um í dag. Til lengri tíma mun þessi þróun draga úr uppskeru og næringargæði, sem hefur sérstaklega áhrif á afkomu viðkvæmra íbúahópa. Aðferðirnar hafa einnig aukið ósjálfstæði bænda til að afla aðfanga.
Skýrsluhöfundar benda á að mikil landbúnaðarframleiðsla og miklar kröfur um áveitu, einkum á þurrum svæðum eins og í Suður-Asíu, í Norður-Kína, á hálendi Bandaríkjanna, í Kaliforníu og við Miðjarðarhafið, séu heitir reitir fyrir landhnignun í dag.
Landbúnaður ætti þess í stað meðal annars að gróðursetja tré, nota lífrænan áburð og rotmassa, vernda vatn betur og safna regnvatni, vökva á skilvirkari hátt, nýta beit og draga úr jarðvinnslu. Höfundar skýrslunnar benda á kosti lífrænnar ræktunar í þessu sambandi og mæla með því.
“Veik stjórnsýsla og spilling eykur þessar áskoranir. Spilling stuðlar að ólöglegri skógareyðingu og nýtingu auðlinda, viðheldur hringrás hnignunar og ójöfnuðar,” segir í fréttatilkynningu frá UNCCD.
Sýklalyf enda í jarðveginum
Það kemur ekki á óvart að kjötframleiðsla gegnir stóru hlutverki því hún notar mikið af auðlindum og tekur stórt svæði. Annað verulegt vandamál sem það hefur í för með sér er ósjálfbær notkun sýklalyfja. Meirihluti sýklalyfjaneyslu í heiminum á sér stað í búfjárframleiðslu þar sem það er fyrst og fremst notað sem fyrirbyggjandi meðferð eða vaxtarhvetjandi. Sýklalyf lenda síðan í jarðvegi með áburði þar sem þau hafa neikvæð áhrif á jarðvegsörverur og vöxt plantna.
Auk þess gera hlutfallslega litlar sýklalyfjaleifar í jarðvegi bakteríum kleift að þróa sýklalyfjaónæmi og leiða til útbreiðslu ónæmis. Einnig hefur verið sýnt fram á að mikil notkun hefðbundinna illgresiseyða í landbúnaði hefur áhrif á plöntur og dýr óbeint með breytingum á örverusamfélögum. Gagnlegar örverur í jarðvegi og í meltingarvegi dýrsins verða fyrir neikvæðum áhrifum en sjúkdómsvaldandi bakteríur og sveppir styrkjast.
Skýrslunni var hleypt af stokkunum í aðdraganda COP16 leiðtogafundar UNCCD í Riyadh í Sádi-Arabíu, þar sem um 200 aðildarríki UNCCD komu saman í vikunni.
/okonu.dk
/freepik.com