Lífræni dagurinn verður haldinn hátíðlegur í fjórða sinn laugardaginn 20.september 2025.
Í Norræna húsinu verður viðburður en þar verða lífrænir bændur og framleiðendur á staðnum með fjölbreytt úrval lífrænna mat- og snyrtivara – sem gestir geta smakkað, prófað og keypt. Viðburðir tengdir Lífræna deginum fara jafnframt fram víðsvegar um landið.
Dagskrá í Norræna húsinu:
Kl. 10:00–14:30 – Lífrænn markaður
Kl. 10:00–11:00 – Dagskrá fyrir börn í gróðurhúsinu
Kl. 11:00–12:00 – Lífrænt spjall við lífræna bændur í gróðurhúsinu
Kl. 13:00 – Formleg setning Lífræna dagsins:
Elínborg Erla Ásgeirsdóttir, formaður VOR, og Anna María Björnsdóttir, verkefnastjóri Lífræna dagsins, flytja ávörp og Atvinnuvegaráðuneytið afhendir í fyrsta sinn viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í lífrænni framleiðslu
Kl. 14:30 Lífrænum markaði lokið
Kl. 15:30 – Opin sýning á heimildarmyndinni GRÓU í salnum.
GRÓA fjallar um lífræna ræktun á Íslandi. Í beinu framhaldi verða spurningar og umræður um efni myndarinnar
Plantan Bistro í Norræna húsinu býður upp á íslenskan lífrænan rétt á matseðli í tilefni dagsins. https://www.facebook.com/events/718809437217387
Opin hús verða hjá fjórum framleiðendum á landsbyggðinni
Akur organics https://www.facebook.com/events/769532252696705
Móðir jörð, Vallanesi https://www.facebook.com/events/1503273094443334
Búland, Austur-Landeyjum https://www.facebook.com/events/1315018156676019
Yrkja, Syðra-Holt í Svarfaðardal. https://www.facebook.com/events/748113794666476
Komdu og upplifðu, smakkaðu og lærðu um lífræna ræktun og framleiðslu á lífræna daginn.