Samstaða meðal bænda í hefðbundnum landbúnaði og lífrænum landbúnaði
Fjölmörg þýsk samtök, bæði innan hefðbundins og lífræns landbúnaðar, ásamt bæði evangelísku og kaþólsku kirkjunni, hafa gefið út sameiginlegt opið bréf þar sem þau vara við auknum einkaleyfum í plönturæktun innan Evrópusambandsins.
Í opnu bréfi benda þau á að þrátt fyrir formlegt bann á plöntueinkaleyfum í ESB, séu þau veitt í vaxandi mæli vegna frjálsrar túlkunar á evrópskri einkaleyfislöggjöf. Þetta skapar hættu á að fá stórfyrirtæki geti náð einokun á erfðaeiginleikum plantna og veikji þannig stöðu bænda og ræktenda og geri þau á sama tíma háð nokkrum stórfyrirtækjum.
“Það er óvenjulegt að sjá svo náið samstarf milli hefðbundins landbúnaðar og lífræns landbúnaðar, ræktenda og kirkna en þetta sýnir að við okkur blasir stórt, aðkallandi vandamál í landbúnaðargeiranum. Það er algjörlega nauðsynlegt að finna lögfræðilega örugga lausn á einkaleyfismálum til að vernda evrópskan landbúnað og ræktun. Sem breitt bandalag ólíkra aðila skorum við á stjórnvöld að takmarka einkaleyfi á lífrænu efni til plönturæktunar. Þetta á bæði við um hefðbundna ræktun, tilviljanakennda stökkbreytingu (sem getur átt sér stað í náttúrunni eða fyrir slysni), og erfðabreyttar lífverur sem nýta nýja erfðatækni. Við höfum sett fram hagnýtar tillögur og hvetjum stjórnvöld til aðgerða,” segir Jan Plagge, forseti þýsku Bioland samtakanna og evrópsku lífrænusamtakanna IFOAM Organics Europe.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Bioland. https://www.bioland.de/presse/pressemitteilungen-detail?tx_news_news%5Baction%5D=detail&tx_news_news%5Bcontroller%5D=News&tx_news_pi1%5Bnews%5D=11822&useCacheHash=1&cHash=382ebfca8defb274ae02186204507924
Hægt að lesa um málið https://okonu.dk/politik-og-udvikling/landmaend-planteforaedlere-og-kirker-advarer-om-monopoltendenser