Líffræðilegur fjölbreytileiki

Markmiðið með lífrænum landbúnaði er að rækta og framleiða matvörur með eins lítilli röskun á umhverfið, loftslagið og náttúruna. 

Swedish,summer,meadow,by,lake.,buttercups,and,cow,parsley.,scandinavian

Líffræðilegur fjölbreytileiki í heiminum er grunnstoð lífs á jörðinni. Samkvæmt erlendum rannsóknum er allt að 30% meiri líffræðilegur fjölbreytileiki á lífrænum býlum, bæði hjá skordýrum og örverum í moldinni, en einnig í dýralífi um og í kringum lífræn býli. Ástæðan er sú að í lífrænni ræktun er ekki notaður tilbúinn áburður og eiturefni sem geta haft neikvæð áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika.

Allt að 30% meiri líffræðilegur fjölbreytileiki

Bændur sem stunda lífræna ræktun reyna í staðinn að skapa jafnvægi í náttúrunni með því að fá skordýr, dýr og plöntur til að vinna saman, t.d. með því að planta öðrum plöntum nálægt því sem verið er að rækta, eða nýta skordýr sem geta étið þá skaðvalda sem annars geta eyðilagt uppskeru. 

Fyrir utan það að lífræn ræktun stuðli að meiri líffræðilegum fjölbreytileika á jörðinni hefur lífræn ræktun einnig jákvæð áhrif á frjósemi og heilbrigði jarðarinnar. Með því að hvíla akra og tún öðru hvoru brotna leifar af plöntum og öðrum lífrænum efnum betur niður í moldinni. Það skapar heilbrigðari mold með miklum líffræðilegum fjölbreytileika, örverur og orma, sem gera moldina frjósama. 

Dsc00144 edit
Frame 03 07 2025 02 13 52 edit