Lífrænt ræktað hráefni inniheldur hærra hlutfall þurrefna, andoxunarefna auk stein- og snefilefna, skv. erlendum rannsóknum. Lífrænt vottaðar vörur innihalda eingöngu náttúruleg innihaldsefni. Séu aukaefni notuð líkt og bragð- eða litarefni eru þau alltaf af náttúrulegum uppruna.
Um 350 aukefni útilokuð í lífrænt vottuðum matvörum
Grunngildi lífrænnar ræktunar er að búa til hreina matvöru sem hefur náttúrulegan endingartíma og lit. Þess vegna eru lífrænarvörur almennt með færri aukefni en aðrar vörur. Lífræn vottun Evrópusambandsins útilokar um 350 aukefni úr matvöru. Þau 50 aukefni sem eru leyfð eiga sér náttúrulegan uppruna.