Bankabygg salat með papriku og geitaosti - frá Móðir jörð
Innihald
4 dl Bankabygg
Repjuolía til steikingar
½ rauðlaukur, saxaður fínt
1-2 íslenskar paprikur, saxaðar smátt
Fjallaspínat eða annað laufgrænmeti að smekk
Dressingin
Olían/safinn að lokinni steikingu
1 msk tahini
Safi úr hálfri sítrónu
Salt og pipar
Ferskar kryddjurtir að smekk
Bætið við ólífuolía að smekk
Saxaður íslenskur geitaostur
Aðferð
Sjóðið Bankabyggið skv leiðbeiningum á pakka. Sigtið vatnið af og kælið. Saxið smátt 1 – 2 íslenskar paprikur sem og ½ rauðlauk. Steikið í repjuolíunni við miðlungshita þar til orðið mjúkt, bætið við smá salti og pipar. Setjið lokið á í nokkrar mínútur þar til papríkar hefur losað safa. Takið pönnuna af hellunni og látið kólna. Hafið tilbúið laufgrænmetið, saxið ef þarf sem og kryddjurtirnar.
Sigtið paprikublönduna úr olíunni og takið til hliðar. Olían er sett í krukku, sem og annað innihald fyrir dressinguna. Hrist saman og kælt niður í ísskáp ef þarf. Blandið saman bygginu og dressingunni og geymið í kæli í 30 mínútur.
Áður en rétturinn er borinn fram er grænmetinu blandað saman við, bætið við ferskum kryddjurtum ef vill og hrært vel. Osturinn er saxaður fínt og stráð yfir í lokin.
Þetta salat hentar vel sem léttur sumarréttur en einnig með grillmat.