2-3 msk lífrænt Rófuchutney frá GRÆNT (má líka nota Gulrótachutney)
2 dl lífræn grísk jógúrt frá Biobú
Lífrænt grafið ærkjöt frá Sölvanesi
Heimabakað laufabrauð (líka hægt að nota kex eða ristað snittubrauð)
Aðferð
Hrærið saman Rófuchutney og grískri jógúrt í skál, ef þið viljið mýkri áferð má nota töfrasprota en það er ekki nauðsynlegt.
Sneiðið grafna kjötið þunnt, það er auðveldast að ná góðum skurði ef kjötið er hálffrosið.
Brjótið laufabrauðið í munnstóra bita
Setjið smá chutneysósu á hvern laufabrauðsbita, leggið sneið af gröfnu kjöti ofan á og toppið með smá Rófuchutney