Evrópulaufið

Evrópulaufið er samnefnari fyrir vottaða lífræna framleiðslu í löndum Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins. Það má nota á allar vottaðar matvörur og fóður sem upprunnar eru úr landbúnaði. Merkið er staðfesting þess að umræddur framleiðandi vinni samkvæmt gildandi lögum um lífræna framleiðslu og er heimild til notkunar merkisins háð því að starfsemi framleiðanda sé undir reglubundnu eftirliti. Nýlega tók gildi hér á landi reglugerð ESB sem gerir framleiðendum skylt að nota merkið á vottaða íslenska framleiðslu.

Lauf mynd 375x250

Vottunarmerki Túns

Vottunarmerki Túns hefur verið notað fram að þessu á vottaða lífrænar landbúnaðarafurðir og vinnsluvörur, sem og snyrtivörur. Merkið staðfestir að umræddur framleiðandi vinnur samkvæmt gildandi lögum um lífræna framleiðslu og er heimild til notkunar merkisins einnig háð því að framleiðslan sé undir reglubundnu eftirliti. Vottunarmerki Túns nær einnig til lífrænnar framleiðslu sem ekki fellur undir gildissvið reglugerða, t.d. snyrtivara og matreiðslu. Þá er sambærilegt vottunarmerki notað fyrir vottun ýmissa aðfanga sem heimilt er að nota í lífrænni framleiðslu, t.d. framleiðslu á salti, kalkþörungum, fiskimjöli og lýsi úr sjávarfangi.

Tun mynd2 375x250 removebg preview
Li graenmeti vefsida

Lög og reglur um lífræna framleiðslu

  • Lög um lífræna landbúnaðarframleiðslu, 1994 nr. 162 31. desember má finna hér.
  • Reglugerð um lífræna framleiðslu og merkingu lífrænna vara nr. 477/2017 má finna hér.
  • Vottunarstofan Tún er faggild eftirlits- og vottunarstofa fyrir lífræna og sjálfbæra framleiðslu ásamt ferðaþjónustu – www.tun.is
  • Matvælastofnun fer með hlutverk lögbærs yfirvalds fyrir lífræna framleiðslu Íslandi frá 1. janúar 2019 – www.mast.is
  • Löggjöf Evrópusambandsins um lífræna framleiðslu má finna hér.