Markmiðið með reglum um dýravelferð er að dýrin fái að lifa eins og þeim er eðlilegt, úti í náttúrunni.
Í lífrænni ræktun eru reglur um dýravelferð strangari. Í lífrænum landbúnaði hafa kýr og kindur meira rými til að athafna sig, fá lífrænt fóður og hafa aðgang að útisvæði allt árið um kring, þegar veður leyfir. Bændur sem stunda lífræna ræktun vinna að því að fyrirbyggja veikindi dýranna og huga að heilbrigði þeirra m.a. með því að leyfa þeim að lifa eins og þeim er eðlilegt í náttúrunni.
Þegar þú velur lífrænt kjöt, egg og mjólkurvörur geturðu verið viss um að dýrin hafa verið úti undir berum himni og dýravelferðin með besta móti.