BIO bóndinn
BIO bóndinn í Litlu-Hildisey stundar lífræna ræktun á kartöflum og korni, s.s. byggi og höfrum.
Yrkja
Yrkja, Syðra Holti í Svarfaðardal, er fjölskyldurekið lífrænt býli með útiræktað grænmeti. Yfir sumarið eru þau með heimasölu, selja grænmetiskassa beint frá býli og halda ýmsa viðburði. https://www.facebook.com/sydraholt
Bio Bú
Bio Bú sérhæfir sig í vinnslu og framleiðslu á lífrænum mjólkurafurðum, mjólk, ostum, jógúrti og grísku jógúrti. Einnig eru þau með lífrænt vottað nautakjöt. Bio Bú vinnur afurðir sínar frá Neðra-Hálsi í Kjós, Búlandi í Austur-Landeyjum og Eyði-Sandvík. http://www.biobu.is
Sölvanes sauðfjárbú
Í Sölvanesi er ferðaþjónusta og sauðfjárbúskapur, ábúendurnir Eydís Magnúsdóttir og Rúnar Máni Gunnarsson eru með lífræna vottun á lambakjötinu.
Sölvanes er í Skagafirði, 561 Varmahlíð.
https://solvanes.is/
Breiðargerði
Breiðargerði er garðyrkjustöð í Skagafirði. Elínborg Erla stundar þar lífræna útiræktun á litríku grænmeti og er einnig með heimasölu á Breiðargerði, 561 Varmahlíð. https://www.breidargerdi.com/
Villimey
Villimey framleiðir húðvörur úr einungis íslenskum/vestfirskum jurtum, til heilbrigðis og fegrunar og er með 100% lífræna vottun á vörunum. https://villimey.is
Bjarkarás hæfingarstöð
Gróðurhúsið í Bjarkarási stundar lífræna grænmetisræktun og starfsmenn í vinnu og virkni hjá Ási styrktarfélagi starfa þar. Gróðurhúsið er staðsett í Stjörnugróf 9, 108 Reykjavík. https://styrktarfelag.is/vinna-og-virkni/stjoernugrof/
Kaja Organic
Kaja Organic á Akranesi framleiðir og selur lífrænt vottaðar matvörur. http://www.kajaorganic.com
Móðir Jörð
Móðir Jörð í Vallanesi leggur stund á kornrækt og fjölbreytta ræktun grænmetis ásamt te-gerð. Ferskt grænmeti og fullunnar matvörur fyrir verslanir og veitingahús. Á staðnum er rekin verslun og veitingahús með grænmetisfæði. https://modirjord.is/