
BIO bóndinn
BIO bóndinn í Litlu-Hildisey stundar lífræna ræktun á kartöflum og korni, s.s. byggi og höfrum.

Yrkja
Yrkja, Syðra Holti í Svarfaðardal, er fjölskyldurekið lífrænt býli með útiræktað grænmeti. Yfir sumarið eru þau með heimasölu, selja grænmetiskassa beint frá býli og halda ýmsa viðburði.
https://www.facebook.com/sydraholt

Bio Bú
Bio Bú sérhæfir sig í vinnslu og framleiðslu á lífrænum mjólkurafurðum, mjólk, ostum, jógúrti og grísku jógúrti. Einnig eru þau með lífrænt vottað nautakjöt. Bio Bú vinnur afurðir sínar frá Neðra-Hálsi í Kjós, Búlandi í Austur-Landeyjum og Eyði-Sandvík.

Sölvanes sauðfjárbú
Í Sölvanesi er ferðaþjónusta og sauðfjárbúskapur, ábúendurnir Eydís Magnúsdóttir og Rúnar Máni Gunnarsson eru með lífræna vottun á lambakjötinu. Sölvanes er í Skagafirði, 561 Varmahlíð.

Breiðargerði
Breiðargerði er garðyrkjustöð í Skagafirði. Elínborg Erla stundar þar lífræna útiræktun á litríku grænmeti og er einnig með heimasölu á Breiðargerði, 561 Varmahlíð.

Villimey
Villimey framleiðir húðvörur úr einungis íslenskum/vestfirskum jurtum, til heilbrigðis og fegrunar og er með 100% lífræna vottun á vörunum.
Sólbakki
Garðyrkjustöðin Sólbakki á Ósi í Eyjafirði eru með lífræna útiræktun grænmetis. Þau eru með heimasölu á haustin.
https://www.facebook.com/solbakkigardyrkjustod


Bjarkarás hæfingastöð
Gróðurhúsið í Bjarkarási stundar lífræna grænmetisræktun og starfsmenn í vinnu og virkni hjá Ási styrktarfélagi starfa þar. Gróðurhúsið er staðsett í Stjörnugróf 9, 108 Reykjavík.

Kaja Organc
Kaja Organic á Akranesi framleiðir og selur lífrænt vottaðar matvörur.

Móðir jörð
Móðir Jörð í Vallanesi leggur stund á kornrækt og fjölbreytta ræktun grænmetis ásamt te-gerð. Ferskt grænmeti og fullunnar matvörur fyrir verslanir og veitingahús. Á staðnum er rekin verslun og veitingahús með grænmetisfæði.

Löngumýri
Kjartan Ágústsson á Löngumýri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er með lífrænt vottaða jörð og sérhæfir sig í ræktun á rabbarbara.

Akur Organic
Akur Organic sérhæfir sig í lífrænni ræktun á gulrótum og öðru rótargrænmeti. Akur Organic er staðsett á Langanesvegi 2, 680 Þórshöfn.

Nesbú
Nesbúegg á Vatnsleysuströnd býður neytendum upp á lífræn egg. Eggin koma frá hænum sem fá lífrænt fóður og hafa aðgang að útisvæði.

Brauðhúsið Grímsbæ
Brauðhúsið er handverksbakarí þar sem megináherslan er lögð á að baka næringarrík og góð matbrauð. Í brauðin er notað lífrænt ræktað hráefni og er framleiðslan viðurkennd af Vottunarstofunni Túni.

Te og kaffi
Te & kaffi eru með lífrænt vottaða kaffibrennslu og framleiða lífrænt vottað kaffi.

Norður & Co/Norðursalt
Norður & Co er með lífræna vottun á framleiðsluferlinu á salti.

Sólheimar jurtastofa
Í jurtastofunni eru framleiddar handsápur, krem, varasalvi, baðsölt og olíur með lífræna vottun frá Túni. Á Sólheimum vaxa jurtirnar í sínu náttúrulega umhverfi, í hreinu loftslagi og ómenguðum jarðvegi.

Sólheimar kaffibrennsla
Sólheimar flytja inn óristaðar lífrænar kaffibaunir sem starfsfólk ristar eftir ákveðnum aðferðum og gera sína eigin Sólheimablöndu úr þremur mismunandi tegundum af kaffibaunum frá Eþíópíu, El Salvador og Hondúras.

Steinaborg
Plöntur og plöntuafurðir, hampur og hampsalvi ásamt búfé og búfjárafurðum á fjölskyldubúinu Steinaborg í Berufirði.

Hrísiðn
Hrísiðn í Hrísey er með lífræna vottun á söfnun villtra jurta, s.s Hvönn, Hrísiðn er á Miðbraut 4b, 630 Hrísey

Þörungaverksmiðjan Reyhólum
Þörungaverksmiðjan framleiðir og selur hágæða þurrkað og malað klóþang og hrossaþara úr Breiðafirði. Þörungamjöl er vottað sem óblönduð lífræn vara og sjálfbær uppskera.

Heilsustofnun NLFÍ
Á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði er boðið upp á heilsueflingu með hvíldar- og hressingardvöl þar sem áhersla er lögð á lífræn matvæli, plöntur og plöntuafurðir.