Your paragraph text (3)
Frame 03 07 2025 02 37 23

Heilbrigði

Lífrænn landbúnaður viðheldur og eflir heilbrigði jarðvegs, plantna, dýra, manna og plánetunnar og lítur á heilbrigði þessara þátta sem eina órjúfanlega heild.

Frame 03 07 2025 02 40 11 edit

Vistfræði

Lífrænn landbúnaður byggir á lifandi vistkerfum og hringrás, vinnur með þeim, líkir eftir þeim og stuðlar að viðhaldi þeirra. Landbúnaðurinn á að aðlaga sig að umhverfinu, vistkerfum og menningu.

Lkjlkjlkjkljkljklj

Sanngirni

Sanngirni einkennist af jöfnuði, virðingu, réttlæti og ábyrgð gagnvart umhverfi okkar allra, bæði á meðal fólks og tengsl okkar mannfólks við aðrar lífverur.

Dsc00061 edit (4)

Umhyggja

Í lífrænni ræktun er borin virðing fyrir lífríkinu og fjölbreytni þess, þar með jarðveginum og lífinu í honum. Varúðar er gætt og ábyrgð sýnd til að vernda núverandi og komandi kynslóðir og á sama tíma sýnd umhyggja fyrir umhverfinu.

 

Lífrænt Ísland

Lífrænt Ísland

Lífræn
framtíð er
fjölbreytt
framtíð

Markmið í lífrænni ræktun er sjálfbær þróun. Þar sem ræktað er með lífrænum áburði og án eiturs er líffræðilegur fjölbreytileiki meiri og jarðvegurinn auðugri sem gerir umhverfið lífvænlegra fyrir skordýr, fugla og önnur dýr.

Untitled design (3)

Fréttir og fróðleikur

Hróarskelduhátíðin – lífræn tónlistarhátíð 

Flestir tengja Hróarskelduhátíðina í Danmörku við góða tónlist og einstaka útihátíðarstemningu. En ekki allir vita hversu mikil áhersla er lögð á fjölbreytt umhverfismál og ekki síst matinn sem seldur er á hátíðinni. Stefna hátíðarinnar hefur í mörg ár verið að

Lesa meira
Hlaðborð1

Bjóða upp á heildstæða lífræna upplifun

Það er óhætt að segja að hjónin Eymundur Magnússon og Eygló Björk Ólafsdóttir í Vallanesi á Fljótsdalshéraði sitji sjaldan auðum höndum og eru í stöðugri nýsköpun og framþróun með fyrirtæki sitt Móður Jörð ehf. Á býlinu er stunduð korn-, og

Lesa meira
Picturesque scene of white houses on the hill in lonstrup, denmark

Danir eru lífrænir heimsmeistarar

Samkvæmt nýlegri skýrslu, The World of Organic Agriculture, sem kom út í tengslum við lífrænu sýninguna Biofach í Þýskalandi, kemur fram að Danir eru enn og aftur leiðandi á heimsvísu í smásölu á lífrænum matvælum. Heildarmarkaðshlutdeild Dana er 11,8 prósent

Lesa meira
Evrópulaufið er vottunarmerki allra matvæla með lífræna vottun í evrópu