
Nokkrar jólauppskriftir
Nokkrar lífrænar jólauppskriftir Fleiri uppskriftir á uppskriftavefnum okkar: https://lifraentisland.is/uppskriftir-2-3/
Lífrænn landbúnaður viðheldur og eflir heilbrigði jarðvegs, plantna, dýra, manna og plánetunnar og lítur á heilbrigði þessara þátta sem eina órjúfanlega heild.
Lífrænn landbúnaður byggir á lifandi vistkerfum og hringrás, vinnur með þeim, líkir eftir þeim og stuðlaa að viðhaldi þeirra. Landbúnaðurinn á að aðlaga sig að aðstæðum, vistkerfum, menningu og stærð hvers staðar.
Sanngirni einkennist af jöfnuði, virðingu, réttlæti og ábyrgð gagnvart umhverfi okkar allra, bæði á meðal fólks og tengsl okkar mannfólks við aðrar lífverur.
Í lífrænni ræktun er borin virðing fyrir lífríkinu og fjölbreytni þess, þar með jarðveginum og lífinu í honum. Varúðar er gætt og ábyrgð sýnd til að vernda núverandi og komandi kynslóðir og á sama tíma sýnd umhyggja fyrir umhverfinu.
Markmið í lífrænni ræktun er sjálfbær þróun. Þar sem ræktað er með lífrænum áburði og án eiturs er líffræðilegur fjölbreytileiki meiri og jarðvegurinn auðugri sem gerir umhverfið lífvænlegra fyrir skordýr, fugla og önnur dýr.

Nokkrar lífrænar jólauppskriftir Fleiri uppskriftir á uppskriftavefnum okkar: https://lifraentisland.is/uppskriftir-2-3/

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi Höfundur: Bryndís Geirsdóttir Um allt land á Íslandi eru lítil þorp, með litlum húsum en stórum garði. Garðurinn er tímans tákn í sögu þjóðar. Hann segir að eitt sinn vissi alþýða manna í raun hvað

Jólin og sítrusávextir Á aðventunni fyllast íslensk heimili af sítrusávöxtum – mandarínum, sítrónum og appelsínum sem notaðar eru í bakstur, glögg og fyrir hátíðarstemmingu. En bak við ilminn leynist oft óvelkominn gestur: hátt magn af varnarefnaleifum í hefðbundið ræktuðum sítrusávöxtum.

Frá vinstri: Alejandra G. Soto Hernández, Karítas Jökla Ilmardóttir, Inger Steinsson, Vífill R. Eiríksson , Leto Bjartur Vífilsson, Ilmur Sól Eiriksdóttir, Tindur Eldjárn Ilmarson, Eiríksson K. Gunnarsson Í Svarfaðardal, umvafið ríkulegri náttúru og ró, stendur Syðra Holt – félagsbú þar

Breiðargerði er garðyrkjustöð í Skagafirði. Elínborg Erla stundar þar lífræna útiræktun á litríku grænmeti og er einnig með heimasölu.
https://www.breidargerdi.com/

Akur Organic sérhæfir sig í lífrænni ræktun á gulrótum og öðru rótargrænmeti. Gulræturnar fást í öllum helstu verslunum á haustin þegar uppskerutími er og á meðan birgðir endast.
https://www.facebook.com/profile.php?id=100085357375340

Móðir Jörð í Vallanesi stunda lífræna ræktun og matvælaframleiðslu. Áhersla er á korn- og grænmetisræktun og þau framleiða tilbúnar hollustu- og sælkeravörur. Grænmetisveitingastaður og gistihús er starfrækt frá maí – september. Móðir Jörð er í eigu hjónanna Eymundar Magnússonar og Eyglóar Bjarkar Ólafsdóttur.

BIO bóndinn í Litlu-Hildisey stundar lífræna ræktun á kartöflum og korni, s.s. byggi og höfrum.

Í Sölvanesi er ferðaþjónusta og sauðfjárbúskapur, ábúendurnir Eydís Magnúsdóttir og Rúnar Máni Gunnarsson eru með lífræna vottun á lambakjötinu. Sölvanes er í Skagafirði, 561 Varmahlíð
https://solvanes.is/

Villimey framleiðir húðvörur úr einungis íslenskum/vestfirskum jurtum, til heilbrigðis og fegrunar og er með 100% lífræna vottun á vörunum.

Yrkja, Syðra Holti í Svarfaðardal, er fjölskyldurekið lífrænt býli með útiræktað grænmeti. Yfir sumarið eru þau með heimasölu, selja grænmetiskassa beint frá býli og halda ýmsa viðburði.

Gróðurhúsið í Bjarkarási stundar lífræna grænmetisræktun og starfsmenn í vinnu og virkni hjá Ási styrktarfélagi starfa þar. Gróðurhúsið er staðsett í Stjörnugróf 9, 108 Reykjavík.
Neðri-Háls í Kjós er lífrænt kúabýli í eigu Kristjáns Oddsonar og Dóru Ruuf en þau stofnuðu einnig Biobú lífrænu mjólkurvinnsluna.

Biobú sérhæfir sig í vinnslu á lífrænum mjólkurafurðum og var stofnað í júlí 2002. Mjólkurafurðirnar koma frá Neðri-Háls í Kjós, Búlandi, Eyði-Sandvík og Bólstöðum.
Biobú framleiðir mjólk, jógúrt, gríska jógúrt og osta.

Nesbúegg á Vatnsleysuströnd býður neytendum upp á lífræn egg. Eggin koma frá hænum sem fá lífrænt fóður og hafa aðgang að útisvæði.
http://www.nesbu.is/is

Brauðhúsið er handverksbakarí þar sem megináherslan er lögð á að baka næringarrík og góð matbrauð. Í brauðin er notað lífrænt ræktað hráefni og er framleiðslan viðurkennd af Vottunarstofunni Túni.
http://www.braudhusid.is/

Te & kaffi eru með lífrænt vottaða kaffibrennslu og framleiða lífrænt vottað kaffi.
https://www.teogkaffi.is/

Sólheimar flytja inn óristaðar lífrænar kaffibaunir sem starfsfólk ristar eftir ákveðnum aðferðum og gera sína eigin Sólheimablöndu úr þremur mismunandi tegundum af kaffibaunum frá Eþíópíu, El Salvador og Hondúras.
Í jurtastofunni eru framleiddar handsápur, krem, varasalvi, baðsölt og olíur með lífræna vottun frá Túni. Á Sólheimum vaxa jurtirnar í sínu náttúrulega umhverfi, í hreinu loftslagi og ómenguðum jarðvegi.
https://www.solheimar.is/pages/jurtastofa

Plöntur og plöntuafurðir, hampur og hampsalvi ásamt búfé og búfjárafurðum á fjölskyldubúinu Steinaborg í Berufirði.

Hrísiðn í Hrísey er með lífræna vottun á söfnun villtra jurta, s.s Hvönn, Hrísiðn er á Miðbraut 4b, 630 Hrísey
https://www.facebook.com/hriseyjarhvonn

Þörungaverksmiðjan framleiðir og selur hágæða þurrkað og malað klóþang og hrossaþara úr Breiðafirði. Þörungamjöl er vottað sem óblönduð lífræn vara og sjálfbær uppskera.
https://www.thorverk.is
Guðmundur Ólafsson og Guðný Halla Gunnlaugsdóttir á Búlandi í Austur-Landeyjum eru með lífrænt mjólkurbú og framleiða mjólk fyrir Bio Bú.

Á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði er boðið upp á heilsueflingu með hvíldar- og hressingardvöl þar sem áhersla er lögð á lífræn matvæli, plöntur og plöntuafurðir.
https://www.heilsustofnun.is
Björk Svavarsdóttir og Skarphéðinn Agnarsson á Bólstöðum í Austur-Landeyjum eru með lífrænt mjólkurbú og framleiða mjólk fyrir Bio Bú.
Hörður Bender stundar lífræna grænmetisræktun á Efri-Úlfsstöðum í Austur-Landeyjum.
Andrea og Friðgeir stunda lífræna grænmetisræktun á Blöndudalshólum, ekki langt frá Blönduósi.
Til viðbótar við lífrænu vottunina frá TÚN fengu þau nýlega vottun frá Biocyclic Vegan International.