Sætari, hollari og ríkari af C-vítamíni

Í nýlegri skýrslu frá Lífrænu miðstöðinni, (Organic Center), sem er sjálfstæð og óhagnaðardrifin rannsóknar- og menntunarstofnun í Bandaríkjunum sem starfar á vegum Samtaka lífrænna verslana þar í landi, kemur í ljós að lífræn jarðarber og spínat hafa ýmislegt umfram sambærilegar vörur úr hefðbundinni ræktun. Lífrænt ræktuð jarðarber eru sætari og hollari en úr hefðbundinni ræktun vegna hærra magns súkrósa og glúkósa ásamt því að þau eru ríkari af andoxunarefnum á meðan lífrænt spínat inniheldur meira af C-vítamíni og minna magn mælist af skaðlegu nítrati.

Niðurstöður skýrslunnar eru byggðar á víðtækri endurskoðun á 85 vísindarannsóknum víðsvegar að úr heiminum sem gerðar hafa verið síðastliðna þrjá áratugi. Varpað er ljósi á næringarfræðilegum mun sem neysla lífrænna afurða hefur á umhverfis-, heilsufars-, og félagshagfræðilegum ávinningi lífrænnar afurðarframleiðslu og búskapar. Sérstaklega var horft til ávaxta og grænmetis þegar niðurstöður voru teknar saman en slíkar vörur veita mannslíkamanum nauðsynleg vítamín, steinefni og andoxunarefni.

Náttúruleg efnasambönd eins og andoxunarefni sem koma í veg fyrir sjúkdóma eru til staðar með hærri styrk í lífrænum afurðum en hefðbundnum vegna þess að án skordýraeiturs og áburðar framleiða lífrænu plönturnar meira af þessum náttúrulegu efnasamböndum sér til varnar. Með notkun skordýraeiturs í hefðbundinni framleiðslu veldur það niðurbroti sykurs og hindrar sykurinnflutning inn í ávextina sem skýrir af hverju lífrænt ræktaðir ávextir hafa sætara bragð en úr hefðbundinni ræktun. Þar að auki eru efnasambönd sem gefa af sér góðan og náttúrulegan ilm algengari í lífrænum efnum. Sýnt hefur verið fram á að meiri virkni örvera er í lífrænum jarðvegi sem skilar sér í næringarríkari steinefnum í lokaafurðinni. Eins skilar hærra andoxunarmagn í lífrænum afurðum sér í lengra geymsluþoli þar sem þau hægja á hraðanum sem ávextir eldast eftir uppskeru.

Hér má sjá nokkrar áhugaverðar niðurstöður úr skýrslunni:

  • Lífrænt ræktuð epli hafa meira magn andoxunarefna, þar á meðal flavonól og fenólsýrur, samanborið við hefðbundin epli.
  • Lífrænt ræktaðar appelsínur innihalda 11 prósent meira af C-vítamíni, auk næstum 22 prósent meira af ilmkjarnaolíum en appelsínur úr hefðbundinni ræktun.
  • Jarðarber úr lífrænni ræktun eru sætari og hollari en úr  hefðbundinni ræktun vegna hærra magns súkrósa og glúkósa ásamt því að þau eru ríkari af andoxunarefnum.
  • Lífrænt ræktaðir ástríðuávextir hafa hærra magn af C-vítamíni, vegna meiri virkni ónæmiskerfis plantnanna allan vaxtarferilinn.
  • Lífrænt ræktaðar sítrónur hafa 20 til næstum 40 prósent meira af þremur af algengustu ilm-framkallandi efnasamböndunum en úr hefðbundinni ræktun.
  • Spínat sem ræktað er lífrænt inniheldur meira magn af C-vítamíni en í hefðbundinni ræktun og minna magn af skaðlegu nítrati mælist í því.
  • Lífrænt ræktaðar grænar baunir innihalda fleiri lykilnæringarefni eins og steinefnin kalíum, magnesíum, natríum, kalsíum, járn, sink og C-vítamín. Þær hafa einnig lengra geymsluþol.

/Mynd: FreePik.com