Kjötlíki sem búið er til úr plöntuafurðum er aðeins lítill hluti af smásölu enn sem komið er en með niðurstöðum úr nýrri rannsókn í Danmörku eru horfur á að fleiri valkostir plöntuafurða muni fljótlega líta dagsins ljós þar í landi. Góðu fréttirnar eru þær að horft var til lífrænna valkosta sem gáfu góða raun.
Rannsóknin, sem hefur fengið heitið NekstPro, er samstarfsverkefni háskóla og stofnana í Danmörku sem er styrkt af umhverfis-, og matvælaráðuneytinu þar í landi. Í fjögur ár hefur verið unnið að þróun á próteinum úr plöntum til þess að neytendur fái rétt hlutfall amínósýra í nákvæmlega réttu hlutfalli fyrir allar máltíðir.
Plöntuafurðir meira mettandi en kjöt
Plöntupróteingjafar hafa lægra líffræðilegra gildi en dýraprótein, bæði hvað varðar amínósýrusnið, próteinmeltanleika og næringareyðandi þætti. NekstPro beinist að núverandi samfélagsþróun þar sem neytendur sem vilja, geta skipt út matvælum úr dýraríkinu yfir í matvæli úr jurtaríkinu. Rannsóknin byggir á tækniþróun ásamt nýstárlegum næringarvísindum þar sem mismunandi próteingjafar eru sameinaðir til að ná fullkomnu amínósýrusniði með svokallaðri pressun.
Rannsóknin sýnir að hægt er að gera plöntupróteinin aðgengilegri fyrir meltingarensím líkamans þannig að hægt sé að brjóta þau betur niður. Næringarefni í matvælum úr jurtaríkinu geta hindrað upptöku vítamína og steinefna og dregið úr því hversu vel við getum nýtt prótein úr fæðunni. Þannig hjálpar útpressan við að auka næringargildi lokaafurðarinnar. Einnig hefur komið í ljós að plöntuafurðirnar eru í raun jafnvel meira mettandi en kjöt.
Próteingjafar úr hampi, sólblómum og höfrum
“Við höfum borið máltíð saman með kjötsósu, útpressaðri sósu eins og við köllum það og sósu með sojabaunum. Jafnar stærðir, svipaðar og með sama innihaldi fæðutrefja sem og prótein- og orkuinnihaldi. Eftir tvær klukkustundir fengu þátttakendur aðra máltíð að vild þar sem þeir gátu borðað þar til þeir voru saddir og í ljós kom að þeir borðuðu minna sem höfðu borðað útpressuðu sósuna. Hún var því meira mettandi en bæði kjöt-, og baunasósan,“ útskýrir verkefnastjórinn Margit Aaslyng, sem er dósent við Absalon-háskólann í Danmörku en háskólinn er einn samstarfsaðila rannsóknarinnar.
Að sögn Margit Aaslyng eru pressurnar orðnar hlutlausar á bragðið og með góðri áferð og kennir hún það við fyrirtækið Organic Plant Protein A/S sem þegar er tilbúið að setja á markað nýjar vörur byggðar á niðurstöðum rannsóknarinnar. Fyrirtækið kaupir nú próteinmjöl, fyrst og fremst úr ertum og bóndabaunum, í vörur sínar, en í framhaldi af verkefninu er byrjað að kaupa próteinmjöl úr sólblómum. Ákveðin blanda af hveititegundunum þremur er einmitt það sem fær rannsakendur til að gleðjast:
“Með því að nota eingöngu baunir og bóndabaunir fáum við ekki nægilegt magn amínósýra sem eru nauðsynlegar fyrir meltinguna. Það fengum við með sólblóminu. Við erum því núna að setja á markað nýjar vörur sem samanstanda af öllum þremur hráefnunum, baunum, hrossabaunum og sólblómum. Við höfum einnig gert tilraunir með próteingjafa úr höfrum, graskeri, kínóa og hampi,“ segir vöruþróunarstjóri Organic Plant Protein, Per Lang Sørensen.
/okonu.dk
/freepik.com